Starfskraftar Garps.

Kæru Garpar!

Íþróttafélagið Garpur hefur nú síðan 1992 staðið fyrir öflugu forvarna-og íþróttastarfi. Mikið er byggt á sjálfboðavinnu og hafa margir lagt hönd á plóginn í gegn um tíðina.

Nú eru uppi hugmyndir um að létta þjálfurunum okkar - sem bera hitann og þungann af starfinu - lífið, með stofnun hóspins „Starfskraftar Garps“.

Í þann hóp er öllum frjálst að ganga sem hafa löngun og áhuga fyrir því að styrkja Garp með störfum sínum, t.d.  sem starfsmenn á mótum, bílstjórar o.fl.

Hópsfélagar verða birtir með nafni og símanúmeri á síðunni www.garpsfrettir.blog.is, og geta þá þjálfarar leitað þangað eftir þeirri aðstoð sem þeir þurfa.

Fátt er jafn skemmtilegt og gefandi og íþrótta-og tómstundastarf, svo ekki sé talað um samveru foreldra og barna í slíku starfi.

Hægt er að skrá sig í hópinn og fá nánari upplýsingar með því að senda póst á netfangið garpur@live.com eða í síma 8685196 (Harpa Rún) og 8974884 (Guðrún)

Styrkjum nú Garpinn okkar, börnin okkar og samfélagið okkar, og skemmtum okkur konunglega í leiðinni.

Stjórn Garps.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil vera starfskraftur Garps og leggja þessu góða starfi lið:-) tek að mér akstur og vinnu á mótum ef þarf:-) ÁFRAM GARPUR!

Gunna (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband