Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

Fyrsti endafeluleikur 2012

Fjöldi ungra garpa mættu við Fosshóla mánudagskvöldið 2. júlí kl 20:00 til að fela enda sem fjáröflun fyrir Garpinn sinn :-)  Mæting var með afburðum góð og tók það ekki nema tæpan hálftíma að klára að fela endana. Að loknu engjakaffi sem var í boði Fjallafangs fengum við lánaðan bolta hjá húsfreyjunni góðu í Fosshólum og skelltu garpar sér fótbolta. Mikið fjör var og barátta hörð sem endaði með jafntefli. Ekki létu garpar þar við sitja og fóru í útilegumannaleik og skemmtu sér hið besta. Þetta var því mjög skemmtileg kvöldstund og garpar rjóðir og sælir þegar heim var haldið. Stjórn Garps þakkar þessum vösku krökkum hjálpina og vonar að sjá þá aftur í næsta endafeluleik!Endafeluleikur juli 2012

Endafeluleikur!

Kæru félagar!

Eins og þið öll vitið hefur Íþróttafélagið Garpur frá upphafi staðið fyrir fjölbreyttum æfingum fyrir félaga sína, þeim að kostnaðarlausu. Að sjálfsögðu þurfum við samt að standa straum af ýmsum kostnaði og hafa hinar ýmsu fjáraflanir gert okkur það kleift.

Nú er komið sumar og heyannir að fara af stað, og ætla Garpar, líkt og í fyrra að taka að sér að fela enda til styrktar félaginu sínu. Margar hendur vinna létt verk og því er mikilvægt að fjölmenna til starfsins.

Það er allra hagur að halda áfram öflugu starfi, og hér er gullið tækifæri fyrir iðkendur og aðstandendur þeirra að sýna stuðning í verki.

Frekari upplýsingar má nálgast hjá Hörpu Rún í síma 868-5196 eða á facebook. Hvetjum alla til að leggja hönd á plóginn!

Stjórn Garps.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband