Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Æfingar haustið 2010

Heilir og sælir Garpar góðir,

 Garpur mun í vetur bjóða uppá æfingar í samfellu við skóla og er skipulagið í mótun en í grófum dráttum verður það svona.

Mánudagar: fimleikar

Þriðjudagar: glíma og svo frjálsar um kvöldið 19.30 yngri hópur 20.30 eldri hópur

Miðvikudagar: Handbolti/fótbolti

Fimmtudagar: borðtennis/badminton/frjálsar

Föstudagar: sund

Vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi :-)  Við höfum fengið til liðs við okkur Maríu Carmen sem þjálfara og bjóðum við hana velkomna í hópinn. Guðni, Kristinn og Halli Gísli verða á sínum stað að vanda svo við erum heldur betur vel liðuð :-) 

Minnum svo á íþróttadaginn á Hellu þar sem Íþróttafélögin kynna starfsemi sína og vonumst við að sjá sem flesta Garpar þar :-) 

 


Lokaæfing

Jæja, þá er komið að síðustu æfingu sumarsins. Vonandi geta sem flestir mætt og vonandi veit ég þá eitthvað meira um hugsanlegt mót framundan. En það kemur í ljós. Sjáumst öll hress!

Halli Gísli


Æfingar

Sæl öll.

Nú er langt liðið frá síðustu færslu. En það verður æfing í kvöld, þriðjudagskvöld. Ég kemst því miður ekki en Ármann mun sjá um æfinguna og jafnvel verður Jóhanna með honum. Eftir viku gæti síðan orðið síðasta æfing sumarsins svo það er eins gott að fjölmenna.

Það eru talsverðar líkur á að verði haldið Rangæingamót í lok ágúst og kannski getum við gert eitthvað fleira skemmtilegt saman áður en sumrinu líkur. Fylgist vel með hér á síðunni því við munum setja inn fréttir jafnóðum og við vitum meira.

Kveðja, Halli Gísli


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband