Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Mótum lokið í bili

Já, HSK mót fullorðinna var í vikunni og þar voru efnilegir Garpar að sýna sig og veita þeim eldri og æfðari býsna mikla keppni. Garpssveitin náði t.d. í silfur í 4x100 m. boðhlaupi karla og Einar Þorri náði í brons í 800 metra hlaupi.

Svo var HSK mót 12-14 ára og Héraðsleikar 11 ára og yngri á laugardaginn. Þar áttum við 15 keppendur og hóp foreldra sem studdi við bakið á þeim sem er frábært! Krakkarnir stóðu sig hvert öðru betur, verðlaunapeningar hrúguðust upp, sumir voru að bæta sig verulega og sumir voru að koma sér og öðrum á óvart. Engin ástæða til að nefna einhver dæmi, það voru allir að standa fyrir sínu og gleðin og baráttan skein úr hverju andliti. Litla, skemmtilega félagið stóð heldur betur undir nafni :)

Verið nú dugleg að skrifa athugasemdir hér inná og reynum líka að fá myndir af mótunum ef þær eru til! Sjáumst á Brúarlundi á þriðjudagskvöldið.

Halli Gísli


Sjáumst á morgun :)

Langar að vekja athygli ykkar á nokkrum hlutum fyrir morgundaginn.

Það er búið að breyta áætlun varðandi lengd mótsins, fyrst var talað um að það stæði til kl. sex en nú er vonast til að það gæti verið búið milli þrjú og fjögur. Gæti breytt einhverjum plönum.

Svo er ætlunin að keppendur gangi saman inná völlinn frá íþróttahúsinu kl. 9.45. Væri gaman ef allir yrðu mættir þá til að vera flottir í Garpsgöllunum sínum! Það er samt ekki nauðsynlegt en það er hvort sem er gott að mæta tímanlega og geta hitað vel upp.

Svo enn og aftur, endilega að fá sem flesta foreldra til að mæta og fylgjast með sínum krökkum. Garpur á að taka einhvern þátt í að starfa á mótinu svo ef einhver nennir í það þá væri það frábært. En svo er þetta líka bara svo skemmtilegt að enginn ætti að missa af því! Það eru heilir 15 keppendur skráðir og við verðum heldur betur áberandi :)

G fyrir Garpur- G fyrir góða skapið!!

Sjáumst, Halli Gísli


Mót á laugardag!

Nú er orðið stutt í mótið ykkar krakkar! 7 skráðu sig á æfingu í kvöld en það vantar enn marga í hópinn. Eyþór og Fanney, Annika og Sigurlín, Rakel, Viðja, Herdís, Halla Þórdís, Telma Dögg, Íris Þóra, Sigurður, ykkar er sárt saknað og eflaust eru fleiri sem ég man ekki eftir í bili. Krakkar, endilega hafið nú samband við mig og látið mig vita hvað þið gerið. Það má skrá ykkur alveg fram á fimmtudagskvöld. Hringið bara í gemsann minn 8969539 ef þið þurfið einhverjar upplýsingar.

Allir í Þorlákshöfn!

Kveðja, Halli Gísli


Allir á Brúarlund!!

Sæl öll.

Nú verðum við öll að mæta á Brúarlund því nú þarf að skrá sig á íþróttahátíðina á laugardaginn!! Allir 14 ára og yngri mega keppa og við verðum að finna foreldra sem geta keyrt og starfað fyrir Garp á mótinu. Og svo er auðvitað ekki minnst gaman að horfa á Garpskrakkana standa sig frábærlega eins og alltaf :)

Sjáumst hress og kát klukkan 20.00 á þriðjudagskvöldið!

Halli Gísli


Mót framundan

Góðan daginn. Minnum á æfingu á Brúarlundi þriðjudagskvöldið kl. 20.00. Síðan er að styttast í íþróttahátíð HSK og hér fylgir með bréf frá HSK um það.

26.  Íþróttahátíð HSK í Þorlákshöfn  laugardaginn 26. júní nk.

26. Íþróttahátíð HSK verður haldin í Þorlákshöfn laugardaginn 26. júní n.k. og hefst kl. 10:00.  Keppt verður í  frjálsíþróttum í flokkum 14 ára og yngri. Í frjálsíþróttum verður keppt á héraðsleikunum, sem eru fyrir keppendur 10 ára og yngri og á aldursflokkamótinu, sem er fyrir  11 - 14 ára.   

Vonast er til að fjölskyldur keppenda fjölmenni, en tilvalið er að fara í útilegu í Þorlákshöfn þessa helgi. Góð tjaldstæði eru á staðnum og ýmis afþreying á svæðinu, sem hægt er að njóta fyrir eða eftir keppni á Íþróttahátíðinni.

 

Keppni hefst kl. 10:00 á laugardeginum og stendur til kl. 18:00.  Keppendur mega keppa að hámarki í 5 greinum, auk boðhlaups. Þeim er ekki heimilt að keppa upp fyrir sig í aldri, nema innan sama móts, í þeim greinum sem ekki er boðið upp á  í viðkomandi aldursflokki.  Tímaseðil má sjá á mótaforiti FRÍ, á www.fri.is  á næstu dögum.

 

Keppnisgreinar:

Aldursflokkamót HSK

Telpur og piltar 14 ára: 100 m hlaup - 800 m hlaup - 4x100 m boðhlaup - langstökk - hástökk - kúluvarp - spjótkast - 80m grindahlaup.

Telpur og piltar 13 ára: 100 m hlaup - 800 m hlaup - langstökk - hástökk - kúluvarp - spjótkast -80m grindahlaup.

Stelpur og strákar 12 ára: 60 m hlaup - 800 m hlaup - langstökk - hástökk - kúluvarp.

Stelpur og strákar 11 ára: 60 m hlaup - 800 m hlaup - langstökk - hástökk - kúluvarp.

 

Héraðsleikar HSK

Stelpur og strákar 10 ára: 60 m - langstökk  - kúluvarp - hástökk - 800  m.

Hnokkar og hnátur 9 ára og yngri: 60 m - langstökk

 

Verðlaun á héraðsleikum og aldursflokkamóti

100 ára afmælisverðlaunapeningar verða veittir fyrir þrjú fyrstu sætin í hverri keppnisgrein á aldursflokkamótinu í frjálsum. Á héraðsleikunum fá allir þátttakendur afmælisverðlunapening fyrir þátttökuna. Veittur verður bikar fyrir fyrir stigahæsta einstakling og besta afrek einstaklings samkvæmt stigatöflu á aldursflokkamótinu. Afreksstig eru samkvæmt venju miðuð við aldursflokk, en ekki fæðingarár keppenda. Einnig verður veittur bikar fyrir sigur í stigakeppni félaga á aldursflokkamótinu.

 

Skráningarfrestur

Skráningarfrestur í keppnisgreinar á Íþróttahátíðinni er til kl. 23:00 fimmtudaginn 24. júní nk. Mikilvægt er að skila fyrir þann tíma. Skráningar berist beint inn á mótaforritið á heimasíðu FRÍ, http://www.fri.is. Þeir sem hafa ekki fengið aðgangsorð geta fengið þær upplýsingar á skrifstofu HSK. 

 

Starfsmenn félaga

Samkvæmt nýrri reglugerð um héraðsmót í frjálsíþróttum skiptir stjórn frjálsíþróttaráðs greinum á milli þátttökufélaga og verður sú skipting kynnt um leið og skráningar liggja fyrir.

 

 

 Krakkar og foreldrar, skoðið þetta vel og fjölmennum svo á mótið, við eigum stóran hóp 14 ára og yngri ef allir geta mætt.

Kveðja Halli Gísli

 


Æfing í kvöld!

Takið eftir, takið eftir: Það verður frjálsíþróttaæfing á vellinum á Hellu í kvöld, strax eftir fótboltaleikinn. Stefnum á að byrja kl. hálf níu og vera til tíu. Líklega verður Jóhanna að þjálfa.

Baráttukveður, Halli Gísli


Frjálsar Íþróttir í sumar á Brúarlundi

Minnum á frjáls íþróttaæfingu á Brúarlundi þriðjudagskvöldið kl 20.00, vonumst til að sjá sem flesta.

 

 


Garps blakarar

Garpur er íþróttafélag fyrir alla og því nauðsynlegt að halda til haga að margir eru að stunda íþróttir fyrir félagið.

 

Á miðvikudögum eru Garpar að blaka í sveitablakinu svokallaða og nú hefur Kristín Hreinsdóttir í samstarfi við Kolbrúnu Sigþórsdóttur sett á stofn heimasíðu til að halda utan um starfið. Þær fóru um daginn á íslandsmóti í blaki kvenna og stóðu sig vel og hver veit nema hægt verði að draga karlana á mót, ég skal vera fyrstur í lið!

 

Endilega athugið..    sveitablak.weebly.com

Guðni


Frjálsíþróttaæfingar í sumar

Við frjálsíþróttadeild Garps höfum ákveðið að vera með æfingar í sumar. Æfingarnar verða að öllum líkindum á Hellu og verða 2 í viku á þriðjudögum og fimmtudögum. EKki er alveg búið að negla þetta endanlega niður en allar upplýsingar verða settar hérna inn á síðuna okkar :)

 Eins ákváðum við að við þjálfararnir myndum nota síðuna okkar miklu meira, þannig að hér munum við auglýsa æfingarnar og eins ef æfingar detta niður (sem við vonum auðvitað að gerist ekki) Eins set ég hérna inn upplýsingar um komandi mót og þá getið þið krakkað skráð ykkur hérna á síðuna með því að "kommenta". Eins myndum við vilja krakkar að þið látið vita hérna á síðunni ef þið ætlið að koma á æfingar, því það er svo auðvelt að skipuleggja æfingarnar ef við vitum hvað margir ætla að koma.

 

 En næsta mót er Meisaramót Íslands í frjálsum íþróttum (MÍ) fyrir 11-14 ára 12-13 júní. Þeir sem kepptu á MÍ síðast geta mætt og gott væri ef þið skráið ykkur hérna fyrir neðan. Við munum samt reyna að hafa samband við alla. Jóhanna mun fara með okkar krökkum á mótið sem haldið er í Kópavogi, en við þurfum líka lágmark 1 foreldri með líka. Við setjum svo inn síðar nánari upplýsingar um það mót.

 

Þá held ég að allt sé upptalið í bili !

-Bestu kveðjur, Jóhanna og Emilía ;)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband