**Leiklistarnámskeið Garps**

Dagana 21.,23., 28., og 30. mars næstkomandi mun Íþróttafélagið Garpur standa fyrir leiklistarnámskeiði fyrir krakka í 6. til 10. bekk og jafnvel þá sem eldri eru :)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar gerðir spuna og leiktækni æfinga til skemmtunar og fróðleiks. Meðal annars verður stuðst við „Líkamlegt leikhús“ Growtowskis og fleira.

Um er að ræða kvöldnámskeið sem fara mun fram á mánudags og miðvikudags kvöldum frá kl. 20 – 22..., á Laugalandi, ofangreinda daga.

Gjald fyrir námskeiðið er 1000 krónur á mann. Greiðist í fyrsta tíma. ATH að þetta er gjald fyrir alla 4 tímana. Ekki er hægt að koma inní námskeiðið eftir fyrsta tímann.

Skráning í síma 8685196 eða í fyrsta tíma.

Allar nánari upplýsingar eru hjá leiðbeinanda námskeiðsins, Hörpu Rún Kristjánsdóttur í síma 8685196 eða á netfangið habbaholum@hotmail.com.

Holl hreyfing, skapandi skemmtun, hópefli og hamingja :) Fjölmennum og skemmtum okkur frábærlega :)

Vertu Garpur til líkama og sálar!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband