Mót á Hellu á föstudag.

Góðan daginn.

Umf.Hekla ætlar að halda frjálsíþróttamót á föstudaginn fyrir 1.- 4. bekk. Okkur var boðið að vera með og það er auðvitað stemming fyrir því. Við höfum sagt frá þessu á síðustu tveimur æfingum og í gær(þriðjudag) voru u.þ.b. 10 krakkar sem vildu fara. Þrjú af þeim töluðu um að foreldrar gætu keyrt svo við ákváðum að vera ekki að reyna að fá rútu eða skólabíl. Vonandi er það rétt mat hjá okkur.

En mótið hefst á Hellu kl. 15.00. Keppt verður í þremur greinum, spretthlaupi, langstökki án atrennu og skutlukasti. Lengd mótsins fer auðvitað eftir keppendafjölda en það ætti alls ekki að þurfa að taka meira en tvo tíma, mesta lagi tvo og hálfan.

Vonandi getum við klárað veturinn með gleði þarna. Þeir sem sjá þessa síðu og eins þeir sem voru á æfingu síðast þurfa að vera duglegir að spjalla og þjappa sér saman í bíla. Ef vandamál koma upp með akstur má hafa samband við Halla Gísla (8969539), við gerum ekki vandamál úr því, við reddum því bara! Endilega mæta í Garpsgöllum og bolum þeir sem eiga svoleiðis.

Sjáumst á föstudag, kv. þjálfarar!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband