Samæfing á Laugarvatni um 5.-6. nóvember

Það verður samæfing hjá HSK liðinu í frjálsum á Laugarvatni um helgina. Æft verður tvisvar, fyrri æfingin er frá 16.30 til 18.30 á föstudaginn og seinni æfingin frá 11.00 til 13.00 á laugardaginn. Það er hins vegar ljóst að ég, Halli Gísli, kemst ekki með svo það eru foreldrar sem verða að bjarga málum með akstur. Vonandi getur það gengið upp. Þrír úr okkar hópi eru ákveðnir að mæta, þau Sigþór, Margrét Rún og Sigrún Birna. Á æfingu í gær var mér sagt að Kolbrún, mamma hans Sigþórs mundi geta keyrt þau en það er óstaðfest ennþá.

Eins og ég sagði í gær þurfa þeir sem ætla að láta mig vita í síðasta lagi í kvöld, miðvikudagskvöld. Gjald fyrir þetta er 1000 krónur á mann og inni í þeirri upphæð eru æfingarnar, gisting um nóttina og pítsuveisla á föstudagskvöldinu. Það sem þarf að hafa með sér er að sjálfsögðu íþróttaföt, koddi og sæng (eða svefnpoki) og nesti fyrir morgunmat á laugardeginum og kannski eftir æfingu á laugardaginn líka. Athugið, það verður hægt að fara í sund eftir æfinguna á föstudagskvöldið en það er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.

Vonandi komast sem flestir og hafa gaman af. Munið bara að hafa samband í kvöld í síðasta lagi. Þið getið hringt í mig í síma 8969539.

Halli Gísli.


Hefur einhver áhuga á Jóganámskeiði?

ágætu Garpar nær og fjær,

upp kom sú hugmynd að Garpur myndi halda jóganámskeið á Laugalandi, gaman væri að fá að vita hversu margir hefðu áhuga á slíku námskeiði. Námskeiðið er ekki hugsað fyrir börn. Hugmyndin var að hafa tíma tvisvar í viku í 8-10 vikur. Verði námskeiðsins verður still í hóf. Þeir sem hafa áhuga skrái sig hér í athugasemdareitinn.

kv

Guðrún


Rangæingamót!

Sæl öll.

Nú er búið að  ákveða að Rangæingamót í frjálsum utanhúss verður haldið á íþróttavellinum á Hellu laugardaginn 4. september kl. 13.00. Keppt verður í eftirtöldum greinum:

10 ára og yngri keppa í 60 m.hlaupi, langstökki með atrennu og skutlukasti.

11-12 ára keppa í 60 m. hlaupi, langstökki, kúluvarpi og 800 metra hlaupi.

13-14 ára keppa í 100 m. hlaupi, langstökki, kúluvarpi og 800 metra hlaupi.

15 ára og eldri keppa í sömu greinum.

Það er hægt að skrá sig á staðnum og nú skulum við sýna okkar allra besta og mæta öll sem eitt! Einnig vil ég biðja foreldra að veita okkur nú góða hjálp á lokamóti sumarsins, það verður mikil þörf fyrir starfsmenn og það er upplagt að keyra krakkana og taka svo virkan þátt í mótinu og skemmtuninni. Við erum með flottustu keppendurna, ef við verðum líka með flottasta stuðningsliðið þá er ljóst hvert er flottasta liðið í Rangárvallasýslunni! :)

Pabbar og mömmur, ef þið getið starfað þá væri frábært ef þið hefðuð samband við mig í síma 8969539. Það er svo gott að hafa einhverja sem maður veit um fyrirfram.

Sjáumst á laugardag, Halli Gísli


Æfingar haustið 2010

Heilir og sælir Garpar góðir,

 Garpur mun í vetur bjóða uppá æfingar í samfellu við skóla og er skipulagið í mótun en í grófum dráttum verður það svona.

Mánudagar: fimleikar

Þriðjudagar: glíma og svo frjálsar um kvöldið 19.30 yngri hópur 20.30 eldri hópur

Miðvikudagar: Handbolti/fótbolti

Fimmtudagar: borðtennis/badminton/frjálsar

Föstudagar: sund

Vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi :-)  Við höfum fengið til liðs við okkur Maríu Carmen sem þjálfara og bjóðum við hana velkomna í hópinn. Guðni, Kristinn og Halli Gísli verða á sínum stað að vanda svo við erum heldur betur vel liðuð :-) 

Minnum svo á íþróttadaginn á Hellu þar sem Íþróttafélögin kynna starfsemi sína og vonumst við að sjá sem flesta Garpar þar :-) 

 


Lokaæfing

Jæja, þá er komið að síðustu æfingu sumarsins. Vonandi geta sem flestir mætt og vonandi veit ég þá eitthvað meira um hugsanlegt mót framundan. En það kemur í ljós. Sjáumst öll hress!

Halli Gísli


Æfingar

Sæl öll.

Nú er langt liðið frá síðustu færslu. En það verður æfing í kvöld, þriðjudagskvöld. Ég kemst því miður ekki en Ármann mun sjá um æfinguna og jafnvel verður Jóhanna með honum. Eftir viku gæti síðan orðið síðasta æfing sumarsins svo það er eins gott að fjölmenna.

Það eru talsverðar líkur á að verði haldið Rangæingamót í lok ágúst og kannski getum við gert eitthvað fleira skemmtilegt saman áður en sumrinu líkur. Fylgist vel með hér á síðunni því við munum setja inn fréttir jafnóðum og við vitum meira.

Kveðja, Halli Gísli


Unglingamót HSK

Já unglingamót HSK var haldið á Laugarvatni 26. júlí, mánudagskvöldið, og Garpur átti 4 keppendur. Því miður voru margir af okkar unglingum bundnir í vinnu, á ferðalögum eða meiddir að þessu sinni. En þau Harpa Rún, Ármann Óli, Einar Þorri og Rökkvi Hljómur stóðu sig með prýði, öll skiluðu verðlaunum í hús og hefði verið gaman að sjá hvert það hefði skilað okkur í stigakeppninni ef allir hefðu komist. En það verður bara næst!

Áfram Garpur!! :)


Mótum lokið í bili

Já, HSK mót fullorðinna var í vikunni og þar voru efnilegir Garpar að sýna sig og veita þeim eldri og æfðari býsna mikla keppni. Garpssveitin náði t.d. í silfur í 4x100 m. boðhlaupi karla og Einar Þorri náði í brons í 800 metra hlaupi.

Svo var HSK mót 12-14 ára og Héraðsleikar 11 ára og yngri á laugardaginn. Þar áttum við 15 keppendur og hóp foreldra sem studdi við bakið á þeim sem er frábært! Krakkarnir stóðu sig hvert öðru betur, verðlaunapeningar hrúguðust upp, sumir voru að bæta sig verulega og sumir voru að koma sér og öðrum á óvart. Engin ástæða til að nefna einhver dæmi, það voru allir að standa fyrir sínu og gleðin og baráttan skein úr hverju andliti. Litla, skemmtilega félagið stóð heldur betur undir nafni :)

Verið nú dugleg að skrifa athugasemdir hér inná og reynum líka að fá myndir af mótunum ef þær eru til! Sjáumst á Brúarlundi á þriðjudagskvöldið.

Halli Gísli


Sjáumst á morgun :)

Langar að vekja athygli ykkar á nokkrum hlutum fyrir morgundaginn.

Það er búið að breyta áætlun varðandi lengd mótsins, fyrst var talað um að það stæði til kl. sex en nú er vonast til að það gæti verið búið milli þrjú og fjögur. Gæti breytt einhverjum plönum.

Svo er ætlunin að keppendur gangi saman inná völlinn frá íþróttahúsinu kl. 9.45. Væri gaman ef allir yrðu mættir þá til að vera flottir í Garpsgöllunum sínum! Það er samt ekki nauðsynlegt en það er hvort sem er gott að mæta tímanlega og geta hitað vel upp.

Svo enn og aftur, endilega að fá sem flesta foreldra til að mæta og fylgjast með sínum krökkum. Garpur á að taka einhvern þátt í að starfa á mótinu svo ef einhver nennir í það þá væri það frábært. En svo er þetta líka bara svo skemmtilegt að enginn ætti að missa af því! Það eru heilir 15 keppendur skráðir og við verðum heldur betur áberandi :)

G fyrir Garpur- G fyrir góða skapið!!

Sjáumst, Halli Gísli


Mót á laugardag!

Nú er orðið stutt í mótið ykkar krakkar! 7 skráðu sig á æfingu í kvöld en það vantar enn marga í hópinn. Eyþór og Fanney, Annika og Sigurlín, Rakel, Viðja, Herdís, Halla Þórdís, Telma Dögg, Íris Þóra, Sigurður, ykkar er sárt saknað og eflaust eru fleiri sem ég man ekki eftir í bili. Krakkar, endilega hafið nú samband við mig og látið mig vita hvað þið gerið. Það má skrá ykkur alveg fram á fimmtudagskvöld. Hringið bara í gemsann minn 8969539 ef þið þurfið einhverjar upplýsingar.

Allir í Þorlákshöfn!

Kveðja, Halli Gísli


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband