Garpsbolir til sölu!

Við eigum nokkra Garpsboli á lager, - verð pr stk er 1500,- þeir sem óska eftir að eignast slíka flík hafi samband við Guðrúnu í síma 897 4884 eða á garpur@live.com.  Bolir eru afgreiddir gegn staðgreiðslu eða það sem er enn betra greiðslu í heimabanka :-)

Guðrún gjaldkeri


Íþróttir og nammi............

Af gefnu tilefni viljum við benda á að íþróttaæfingar og sælgætisát passa ákaflega illa saman. Það eru vinsamleg tilmæli til allra garpa að borða ekki sælgæti fyrir og á æfingum, enda passar sælgætisát illa með íþróttum þar sem hollusta og heilbrigði eru í fyrirrúmi!

Aðalfundur Íþróttafélagsins Garps

Aðalfundur Íþróttafélagsins Garps verður haldinn á Laugalandi fimmtudagskvöldið 24. febrúar kl 20. Hefðbundin aðafundardagskrá, fundarstjóri Engilbert Olgeirsson. Við hvetjum sveitunga til að fjölmenna á fundinn.

Stjórnin


HSK mót sunnudaginn 9. janúar

Sæl öll og gleðilegt ár!

Munið nú að koma á æfinguna á þriðjudagskvöldið á Laugalandi!!! Það verður farið í hástökk hjá eldri hópnum, hann Björgvin Reynir ætlar að koma og segja ykkur vel til þar.Síðan verður kíkt aðeins á kúlu og hlaupin tekin í gegn. Þeir sem ætla á mót á sunnudaginn verða skráðir niður og krakkar, spyrjið nú öll foreldra ykkar hvort þau geti ekki keyrt á mótið. Það er í Laugardalshöllinni við bestu aðstæður, stendur frá kl. 10.00 til ca 15.00. Okkur vantar einhverja til að keyra og einhverja til að starfa, við eigum aðallega að afhenda verðlaun :). Verður ekkert nema gaman!!

Þið fáið að sjá á æfingunni hvaða greinar eru í boði og klukkan hvað þær eiga að vera. Sjáumst sem allra flest!

Halli Gísli


Gleðileg jól!!

Krakkar, sjáumst á skemmtilegri æfingu þann 14. desember.  Leikir, fjör og gleði fyrir jólin :)

Kveðja Halli Gísli


Æfingar í frjálsum

Þar sem forkeppni fyrir SamSuð verður haldin á þriðjudagskvöld hefur verið ákveðið að það verði aðeins æfing fyrir yngri hópinn eins og vanalega frá 19.30 til 20.30.

Hins vegar er samæfing hjá HSK í Þorlákshöfn á  laugardaginn milli 13.00 og 15.00 fyrir 11 ára og eldri. Allir sem ætla þangað eru beðnir að hringja í Halla Gísla í síma 8969539. Því fyrr því betra.

Í næstu viku verður engin æfing vegna prófanna en stefnan er að hittast þriðjudagskvöldið 14. desember og hafa þá síðustu æfinguna fyrir áramót.

Segjum þetta gott í bili,

Halli Gísli


Frjálsíþróttafólk athugið

Samæfing HSK í frjálsum sem stóð til að halda í Þorlákshöfn næsta laugardag hefur verið afboðuð. Stefnt er á að halda æfingu þar laugardaginn 4. desember í staðinn en þið fáið nánari upplýsingar um það síðar. Sjáumst í kvöld á æfingu, Halli Gísli

Foreldrar athugið!

Kæru foreldrar - aðstoð óskast!

Það hefur fjölgað mikið í frjálsum íþróttum á þriðjudagskvöldum hjá okkur og hafa verið um 20-24 krakkar á æfingunum. Ljóst er að erfitt getur verið fyrir einn þjálfara að sinna svo mörgum og því auglýsum við eftir foreldrum sem gætu komið á æfingar og aðstoðað þjálfarann. Hjálp felst í því að halda hópnum skipulögðum, rétta við hástökksránna og öðru sem alllir geta gert. Æfingarnar eru á þriðjudögum frá 19.30 - 22.00. Meldið ykkur hér á síðunni í athugasemdir og tilgreinið hvaða þriðjudag hentar ykkur að koma, þannig veit þjálfari á hverjum hann á von til aðstoðar. Þetta eru skemmtilegar æfingar og gaman að fylgjast með börnunum.  

 


Silfurleikar ÍR

Góðan dag.

Silfurleikar ÍR í frjálsum verða á laugardaginn kemur. Þeir sem hafa ætlað sér að keppa þar verða að koma á æfingu á þriðjudagskvöldið og skrá sig þar í síðasta lagi. Þar verður að fara vel yfir málin, hvort einhverjir ætla að fara og þá hvað margir og hvernig við förum að því.

Sjáumst þá, Halli Gísli.


HSK Mót í borðtennis

 

HSK mótið í borðtennis var haldið á Hvolsvelli þann 7. nóvember á Hvolsvelli. 10 Garpar kepptu að þessu sinni, fámennara en oft áður.

 Það kom ekki að sök því þrír HSK meistarar voru krýndir. Í flokk 11 ára og yngri sigraði Ólafur Bjarni Jóhannsson Garpsfélaga sinn Óttar Haraldsson í úrslitum og hrepptu þeir fyrsta og annað sætið.

Í flokki 12-13 ára endurheimti Ómar Högni Guðmarsson gullið eftir harða lotu gegn sitjandi HSK meistaranum Elvar Kristni Benediktssyni sem lenti í öðru sæti. Í þriðja sæti kom svo Daníel Freyr Steinarsson.

 Í flokk 16-18 ára sigraði Einar Þorri Sverrisson og Guðni Sighvatsson var í þriðja sæti í flokki 19-39 ára.

 Vonandi fást stelpurnar með á næsta ári því 7 af 10 keppendnum lentu í verðlaunasæti að þessu sinni og ljóst að borðtennishefðin er sterk hjá Garp.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband