Bloggfćrslur mánađarins, maí 2011
19.5.2011 | 10:02
Leikritahátíđ Garps 29. apríl 2011
Laugardaginn 29. Apríl síđastliđinn hélt Íţróttafélagiđ Garpur sína fyrstu Örleikritahátíđ. Um var ađ rćđa einskonar uppskeruhátíđ leikhóps Garps, sem varđ til á leiklistarnámskeiđi á vegum félagsins í mars síđastliđnum.
Á hátíđinni sem fram fór á Brúarlundi í Landsveit voru sýnd fjögur frumsamin verk eftir félaga í leikhópnum. Ţetta voru verkin:
Ferđalagiđ mikla, eftir Bjarka Eiđsson, Brynjar Gísla Stefánsson, Karen Engilbertsdóttur og Rökkva Hljóm Kristjánsson.
Bađstofan, eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur.
Ráđgátan, eftir Margréti Heiđu Stefánsdóttur og Margréti Rún Guđjónsdóttur.
Skógarberjatoppur bragđbćtt vatn án kolsýru, eftir Brynjar Gísla Stefánsson og Rökkva Hljóm Kristjánsson.
Hinir félagar leikhópsins og leikendur í verkunum voru ţau: Aron Ýmir Antonsson, Annika Rut Arnarsdóttir, Fríđa Hansen, Guđmundur Hreinn Grétarsson, Helga Ţóra Steinsdóttir, Jónas Steingrímsson, Ólafur Logi Guđmundsson, Óttar Haraldsson, Sigrún Birna Pétursdóttir, Sigurđur Smári Davíđsson, Tryggvi Kristjánsson og Viđja Atonsdóttir.
Leikritin voru sýnd á sviđi og einnig fyrir utan Brúarlund. Í hléinu bauđ svo leikhópurinn upp á heimabakađ bakkelsi.
Á hátíđina mćttu rúmlega 60 manns og var almennt mikil ánćgja međ daginn. Allur ágóđi af hátíđinni rennur svo til Garps.
Garpur kann bestu ţakkir öllum ţeim sem lögđu hönd á plóginn viđ ţetta verkefni, en ţađ má segja ađ margar hendur hafi unniđ létt verk.
Myndir af hátíđinn eru hér til vinstri í myndaalbúmi :-)
Kćrar ţakkir fyrir komuna:-)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2011 | 12:49
Fjölskyldan á fjalliđ. Gíslholtsfjall
Eftirfarandi frétt barst okkur frá HSK. Viđ hvetjum alla Garpa til ađ taka ţátt!!
HSK mun taka ţátt í verkefninu fjölskyldan á fjalliđ líkt og undanfarin ár en verkefniđ er nú haldiđ í 10. sinn. HSK hefur alltaf tilnefnt tvö fjöll og eru fjöllin ţví orđin 20 ađ tölu. Gíslholtsfjall í Holtum og Bjarnafell í Ölfusi urđu fyrir valinu í ár.
HSK mun standa fyrir fjölskyldugöngu á Gíslholtsfjall fimmtudaginn 19. maí nk. og hefst gangan kl. 19:00. Göngustjóri verđur Sverrir Kristinsson bóndi í Gíslholti.
Gísholtsfjall er grasi gróiđ fjall sem er 168 m.y.s. og er auđvelt uppgöngu. Lagt verđur af stađ á fjalliđ skammt frá bćjarhlađinu í Gíslholti, en bćrinn stendur viđ fjalliđ. Best er ađ leggja bílnum innan túngirđingar, vegna hćttu á lakkskemmdum (hross). Lausaganga hunda er bönnuđ á svćđinu.
Til ađ komast ađ Gíslholtsfjalli er fariđ upp Landveg nr. 26 frá Landvegamótum og svo inn á Hagaveg nr. 286, rétt áđur en komiđ er ađ Laugalandi. Svo er beygt inn á Heiđarveg nr. 284 viđ Gísholtsvatn. Einnig er hćgt ađ fara inn á Heiđarveg nr. 284 af ţjóđvegi 1, rétt austan viđ Ţjórsárbrú. Ţađan eru 9 km ađ Gíslholti. Gott útsýni er af fjallinu og sést vel til austurfjalla, láglendi Suđurlands og um uppsveitir.
HSK gangan á Bjarnafell verđur síđan ţriđjudaginn 31. maí nk. kl. 19:00 og verđur nánar greint frá ţeirri göngu hér í Sunnlenska ţegar nćr dregur.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)