29.4.2012 | 10:09
Sundmót HSK á Hvolsvelli 28. apríl 2012
Fjórir vaskir garpar skelltu sér á sundmót á Hvolsvelli á laugardaginn og kepptu við félög innan HSK. Garpar stóðu sig með prýði. Jóhanna Haraldsdóttir kom heim með silfur í 100 m bringusundi og brons í 100 m skriðsundi. Yngstu garparnir stóðu sig ákaflega vel og fengu þeir þátttökuverðlaun. Dímon bauð síðan til grillveislu að móti loknu og allir ánægðir eftir skemmtilegan dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.