Íţróttamenn Garps áriđ 2011

Íţróttamnenn ársins 2011

Á hinu árlega páskabingói foreldrafélagsins í Laugalandsskóla voru íţróttamenn Garps áriđ 2011 verđlaunađir ađ vanda. Ađ ţessu sinni voru veitt verđlaun í 4 flokkum auk íţróttamanns Garps. Ţjálfarar í einstökum greinum völdu ţá er ţeim ţóttu skara framúr, og fylgdi umsögn hverjum og einum. Íţróttamenn Garps ađ ţessu sinni voru eftirtaldir.

Blakmađur: Kristín Hreinsdóttir, en félagar Kristínar í fullorđinsblaki höfđu ţetta um Kristínu ađ segja:
Kristín Hreinsdóttir er einstaklega fjölhćfur blakmađur. Hún er ef til vill besti uppspilari liđsins og svo getur hún smassađ alveg svakalega. Uppgjafirnar hennar eru öruggar og erfiđar fyrir andstćđinginn og hefur hún skorađ mörg dýrmćt stig fyrir liđiđ á ţann hátt. Ţrátt fyrir ađ vera ekki sú hávaxnasta í hópnum ţá stekkur Kristín ógnandi upp í blokkeringu og truflar ţannig oft andstćđinginn. Móttökurnar hennar eru mjög góđar enda er hún létt á fćti og snögg ađ stađsetja sig undir boltann. Kristín mćtir mjög vel á ćfingar, er jákvćđ, hvetjandi og kát og ţađ er alltaf gaman ađ spila međ henni. Hún er mikill keppnismađur og leggur sig ávallt 100% fram.

 Borđtennismađur: Elvar Kristinn Benediktsson, umsögn Guđna Sighvatssonar ţjálfara um Elvar var ţessi: Elvar Kristinn Benediktsson er borđtennismađur Garps áriđ 2011. Elvar Kristinn sigrađi Hérađsmót HSK í borđtennis sem haldiđ var á Hvolsvelli í nóvember 2011. Elvar Kristinn sigrađi ţar sveitunga sinn Ómar Högna Guđmarsson í flokki 12-13 ára drengja og hefur hann tekiđ góđum framförum í íţróttinni.

Frjálsíţróttir: Sigrún Birna P. Einarsson. Haraldur Gísli Kristjánsson frjálsíţróttamógúll Garps hafđi eftirfarandi um hana ađ segja: Sigrún Birna stóđ sig međ prýđi á árinu. Hún tók ţátt í innanfélagamótum hér í sýslunni međ góđum árangri. Hún keppti á aldursflokkamóti HSK innanhúss í janúar og náđi í silfur bćđi í 60 metra hlaupi og langstökki. Síđan fór hún á meistaramót Íslands innanhúss í febrúar og bćtti sig ţar vel og var í kringum 20. sćti í báđum ţessum greinum. Hún hefur lengi veriđ mjög dugleg ađ mćta á ćfingar, jafnt sumar sem vetur og veriđ ţar til fyrirmyndar. Hún er góđur félagi og í kringum hana eru aldrei nein vandamál. Hún hefur bćtt sig jafnt og ţétt og er nú ein besta frjálsíţróttakona HSK í sínum aldursflokki, eins og hún sannađi á HSK mótinu í janúar síđastliđnum ţar sem hún fékk tvö gull og tvö silfur. Hún er ţví vel ađ viđurkenningu komin.

Glímumađur sem og Íţróttamađur Garps: Eiđur Helgi Benediktsson. Kristinn Guđnason glímuţjálfari setti saman eftirfarandi upptalningu á afrekum Eiđs:

Glímumađur Garps er Eiđur Helgi Benediktsson.  Eiđur er drengur góđur og mćtir á flestar ćfingar.  Hann er stćltur strákur og kemur oft krókur á móti bragđi ţegar hann breytir vörn í sókn og leggur viđfangsmenn sína á eigin bragđi.

 Helstu afrek:

Grunnskólameistari HSK

Hérađsmeistari HSK

Grunnskólameistari GLÍ

Íslandsmeistari í sínum flokki

Allir voru ţessir íţróttamenn vel ađ viđurkenningu komnir og óskum viđ ţeim innilega til hamingju međ árangurinn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband