Breytingar á stjórn eftir aðalfund

Aðalfundur Garps var haldinn á öskudaginn 22. febrúar á Laugalandi, hvatt var í auglýsingu að koma í búningum og af þeim sökum var skemmtilegur og léttur blær á aðalfundinm. 

Kosningar fóru þannig að Harpa Rún Krstjánsdóttir er áfram formaður og Herdís Styrkárdóttir ritari, Friðgerður Guðnadóttir tók við embætti gjaldkera af Guðrúnu A. Óttarsdóttur sem hefur gegnt því embætti í 3 ár. Meðstjórnendur eru Jóhanna Hlöðversdóttir, Kristinn Guðnason og Guðrún A. Óttarsdóttir. Varamenn: Margrét Heiða Stefánsdóttir og Margrét Rún Guðjónsdóttir og Karen Engilberts. Fulltrúi nenemda var kosinn Sigþór Helgason. Skoðunarmenn eru áfram Hannes Ólafsson og Helga Fjóla Guðnadóttir og til vara Þórhalla Gísladóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband