Frjálsíþróttaæfingar í sumar

Við frjálsíþróttadeild Garps höfum ákveðið að vera með æfingar í sumar. Æfingarnar verða að öllum líkindum á Hellu og verða 2 í viku á þriðjudögum og fimmtudögum. EKki er alveg búið að negla þetta endanlega niður en allar upplýsingar verða settar hérna inn á síðuna okkar :)

 Eins ákváðum við að við þjálfararnir myndum nota síðuna okkar miklu meira, þannig að hér munum við auglýsa æfingarnar og eins ef æfingar detta niður (sem við vonum auðvitað að gerist ekki) Eins set ég hérna inn upplýsingar um komandi mót og þá getið þið krakkað skráð ykkur hérna á síðuna með því að "kommenta". Eins myndum við vilja krakkar að þið látið vita hérna á síðunni ef þið ætlið að koma á æfingar, því það er svo auðvelt að skipuleggja æfingarnar ef við vitum hvað margir ætla að koma.

 

 En næsta mót er Meisaramót Íslands í frjálsum íþróttum (MÍ) fyrir 11-14 ára 12-13 júní. Þeir sem kepptu á MÍ síðast geta mætt og gott væri ef þið skráið ykkur hérna fyrir neðan. Við munum samt reyna að hafa samband við alla. Jóhanna mun fara með okkar krökkum á mótið sem haldið er í Kópavogi, en við þurfum líka lágmark 1 foreldri með líka. Við setjum svo inn síðar nánari upplýsingar um það mót.

 

Þá held ég að allt sé upptalið í bili !

-Bestu kveðjur, Jóhanna og Emilía ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband