Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2012

Fyrsti endafeluleikur 2012

Fjöldi ungra garpa mćttu viđ Fosshóla mánudagskvöldiđ 2. júlí kl 20:00 til ađ fela enda sem fjáröflun fyrir Garpinn sinn :-)  Mćting var međ afburđum góđ og tók ţađ ekki nema tćpan hálftíma ađ klára ađ fela endana. Ađ loknu engjakaffi sem var í bođi Fjallafangs fengum viđ lánađan bolta hjá húsfreyjunni góđu í Fosshólum og skelltu garpar sér fótbolta. Mikiđ fjör var og barátta hörđ sem endađi međ jafntefli. Ekki létu garpar ţar viđ sitja og fóru í útilegumannaleik og skemmtu sér hiđ besta. Ţetta var ţví mjög skemmtileg kvöldstund og garpar rjóđir og sćlir ţegar heim var haldiđ. Stjórn Garps ţakkar ţessum vösku krökkum hjálpina og vonar ađ sjá ţá aftur í nćsta endafeluleik!Endafeluleikur juli 2012

Endafeluleikur!

Kćru félagar!

Eins og ţiđ öll vitiđ hefur Íţróttafélagiđ Garpur frá upphafi stađiđ fyrir fjölbreyttum ćfingum fyrir félaga sína, ţeim ađ kostnađarlausu. Ađ sjálfsögđu ţurfum viđ samt ađ standa straum af ýmsum kostnađi og hafa hinar ýmsu fjáraflanir gert okkur ţađ kleift.

Nú er komiđ sumar og heyannir ađ fara af stađ, og ćtla Garpar, líkt og í fyrra ađ taka ađ sér ađ fela enda til styrktar félaginu sínu. Margar hendur vinna létt verk og ţví er mikilvćgt ađ fjölmenna til starfsins.

Ţađ er allra hagur ađ halda áfram öflugu starfi, og hér er gulliđ tćkifćri fyrir iđkendur og ađstandendur ţeirra ađ sýna stuđning í verki.

Frekari upplýsingar má nálgast hjá Hörpu Rún í síma 868-5196 eđa á facebook. Hvetjum alla til ađ leggja hönd á plóginn!

Stjórn Garps.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband