Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012
3.7.2012 | 12:03
Fyrsti endafeluleikur 2012
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2012 | 21:09
Endafeluleikur!
Kæru félagar!
Eins og þið öll vitið hefur Íþróttafélagið Garpur frá upphafi staðið fyrir fjölbreyttum æfingum fyrir félaga sína, þeim að kostnaðarlausu. Að sjálfsögðu þurfum við samt að standa straum af ýmsum kostnaði og hafa hinar ýmsu fjáraflanir gert okkur það kleift.
Nú er komið sumar og heyannir að fara af stað, og ætla Garpar, líkt og í fyrra að taka að sér að fela enda til styrktar félaginu sínu. Margar hendur vinna létt verk og því er mikilvægt að fjölmenna til starfsins.
Það er allra hagur að halda áfram öflugu starfi, og hér er gullið tækifæri fyrir iðkendur og aðstandendur þeirra að sýna stuðning í verki.
Frekari upplýsingar má nálgast hjá Hörpu Rún í síma 868-5196 eða á facebook. Hvetjum alla til að leggja hönd á plóginn!
Stjórn Garps.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)