Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Bolir

Garpsbolir

eigum til nokkra garpsboli, - Verð: 1500,-

Pantanir berist Guðrúnu í síma 897 4884 eða á garpur@live.com

 


Breyttur æfingatími frjálsra íþrótta í næstu viku

Þriðjudagsæfingin í frjálsum sem á að vera á þriðjudaginn 31. janúar verður á mánudaginn 30. janúar, - sami tími. Þetta er gert svo þeir sem vilja vera í björgunarsveitinni komist á æfingar sem eru annað hvert þriðjudagskvöld. Við sjáum svo til með framhaldið.

 


Æfingar vor 2012

Mánudagar: 15:00 - 16:30 Borðtennis og badminton/blak (frjálsar) Allir

Mánudagar: 16:30 - 17:30 Körfubolti 5.-8. bekk

Þriðjudagar: 15:00 - 16:30 Glíma (byrjar í október)

Þriðjudagar: 19:00-21:30 Frjálsar (byrja 4. október)

Miðvikudagar: 15:00 - 16:30 Knattspyrna/Handknattleikur

Miðvikudagar: 18:30 - 19:30 Körfubolti á HELLU

Fimmtudagar 15:00 - 16:00 Fimleikar

Sunnudagar 16:00-17:00 Körfubolti á HELLU


Æfing í frjálsum íþróttum fellur niður í dag

Æfing í frjálsum sem á að fara fram þriðjudagskvöldið 10. janúar fellur niður vegna veðurs. Veðurspá er ekki góð og ekki hægt að treysta því að iðkendur komist á og af æfingu. Svo frekar en að stofna görpum í tvísýnu fellum við niður æfingu að þessu sinni. Sjáumst hress í næstu viku.

Aldursflokkamót HSK í Laugardalshöllinni

7 vaksir garpar fóru á aldursflokkamót HSK sem haldið var í Laugardalshöllinni. Er ekki að görpum að spyrja þeir sópuðu að sér gullu, silfri og bronsi, - als komu 9 gullverðlaun í hlut Garps og urðum við því í þriðja sæti á mótinu með 94 stig!! Glæsilegur árangur og til hamingju!  úrslit móta má sjá á http://mot.fri.is/cgi-bin/ritarablod/urslitmot1796.pdf.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband