Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Garpar földu enda:-)

Nokkrir vaskir garpar mættu til að fela enda á rúllum og böggum í Sumarliðabæ og Fosshólum og má segja að verkið hafi gengið vel þrátt fyrir vætu og myrkur undir það síðasta. Hér eru nokkrar myndir af görpunum þegar gert var hlé á vinnu og nesti snætt :-)  Takk allir duglegu garpar!Á engjum mynd 2

Pabbar, mömmur, börn og búalið!!

Við ætlum að fela fleiri enda og nú í Fosshólum og Sumarliðabæ, þetta er fjáröflun fyrir félagið okkar og eru foreldrar og börn hvött til að koma og legga okkur lið, margar hendur vinna létt verk og á það sannarlega vel við í þessu.  

Sem sagt mæting í Fosshóla kl 20:00 annað kvöld, miðvikudagskvöld. Gott að tilkynna Guðrúnu hvað mæta margir í síma 897 4884.

kv

Guðrún


Fleiri endar!

Kæru Garpar! Nú eru til ennþá fleiri endar sem okkur býðst að fela til styrktar elsku félaginu okkar. Þessir eru staðstettir í Fosshólum og Sumarliðabæ.

Síðasta skipti gekk með eindæmum vel, þótt hendurnar hefðu vissulega mátt vera fleiri ;) 7 vaskir garpar földu einhver ósköp af endum og hann Pierre Davíð færði okkur svo yndislegt engjakaffi okkur til mikillar gleði.

Margar hendur vinna fislétt verk og að binda fyrir rúlluenda er hressandi útivera og góð skemmtun með fjölskyldu og vinum. Svona fjáraflanir eru það sem heldur félaginu okkar gangandi og er vonandi að sem flestir sjái sér hag og hamingju í að leggja hönd á þann plóg.

Með von um að rimpa þessu af og sjá um leið sem flest garpsandlit, gömul og ný :) Áhugasamir hafi samband við Hörpu Rún í síma 8685196.

Stjórn Garps :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband