Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

HSK mót sunnudaginn 9. janúar

Sæl öll og gleðilegt ár!

Munið nú að koma á æfinguna á þriðjudagskvöldið á Laugalandi!!! Það verður farið í hástökk hjá eldri hópnum, hann Björgvin Reynir ætlar að koma og segja ykkur vel til þar.Síðan verður kíkt aðeins á kúlu og hlaupin tekin í gegn. Þeir sem ætla á mót á sunnudaginn verða skráðir niður og krakkar, spyrjið nú öll foreldra ykkar hvort þau geti ekki keyrt á mótið. Það er í Laugardalshöllinni við bestu aðstæður, stendur frá kl. 10.00 til ca 15.00. Okkur vantar einhverja til að keyra og einhverja til að starfa, við eigum aðallega að afhenda verðlaun :). Verður ekkert nema gaman!!

Þið fáið að sjá á æfingunni hvaða greinar eru í boði og klukkan hvað þær eiga að vera. Sjáumst sem allra flest!

Halli Gísli


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband