Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Rangæingamót!

Sæl öll.

Nú er búið að  ákveða að Rangæingamót í frjálsum utanhúss verður haldið á íþróttavellinum á Hellu laugardaginn 4. september kl. 13.00. Keppt verður í eftirtöldum greinum:

10 ára og yngri keppa í 60 m.hlaupi, langstökki með atrennu og skutlukasti.

11-12 ára keppa í 60 m. hlaupi, langstökki, kúluvarpi og 800 metra hlaupi.

13-14 ára keppa í 100 m. hlaupi, langstökki, kúluvarpi og 800 metra hlaupi.

15 ára og eldri keppa í sömu greinum.

Það er hægt að skrá sig á staðnum og nú skulum við sýna okkar allra besta og mæta öll sem eitt! Einnig vil ég biðja foreldra að veita okkur nú góða hjálp á lokamóti sumarsins, það verður mikil þörf fyrir starfsmenn og það er upplagt að keyra krakkana og taka svo virkan þátt í mótinu og skemmtuninni. Við erum með flottustu keppendurna, ef við verðum líka með flottasta stuðningsliðið þá er ljóst hvert er flottasta liðið í Rangárvallasýslunni! :)

Pabbar og mömmur, ef þið getið starfað þá væri frábært ef þið hefðuð samband við mig í síma 8969539. Það er svo gott að hafa einhverja sem maður veit um fyrirfram.

Sjáumst á laugardag, Halli Gísli


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband