Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
28.11.2010 | 22:31
Æfingar í frjálsum
Þar sem forkeppni fyrir SamSuð verður haldin á þriðjudagskvöld hefur verið ákveðið að það verði aðeins æfing fyrir yngri hópinn eins og vanalega frá 19.30 til 20.30.
Hins vegar er samæfing hjá HSK í Þorlákshöfn á laugardaginn milli 13.00 og 15.00 fyrir 11 ára og eldri. Allir sem ætla þangað eru beðnir að hringja í Halla Gísla í síma 8969539. Því fyrr því betra.
Í næstu viku verður engin æfing vegna prófanna en stefnan er að hittast þriðjudagskvöldið 14. desember og hafa þá síðustu æfinguna fyrir áramót.
Segjum þetta gott í bili,
Halli Gísli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2010 | 13:42
Frjálsíþróttafólk athugið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2010 | 09:48
Foreldrar athugið!
Kæru foreldrar - aðstoð óskast!
Það hefur fjölgað mikið í frjálsum íþróttum á þriðjudagskvöldum hjá okkur og hafa verið um 20-24 krakkar á æfingunum. Ljóst er að erfitt getur verið fyrir einn þjálfara að sinna svo mörgum og því auglýsum við eftir foreldrum sem gætu komið á æfingar og aðstoðað þjálfarann. Hjálp felst í því að halda hópnum skipulögðum, rétta við hástökksránna og öðru sem alllir geta gert. Æfingarnar eru á þriðjudögum frá 19.30 - 22.00. Meldið ykkur hér á síðunni í athugasemdir og tilgreinið hvaða þriðjudag hentar ykkur að koma, þannig veit þjálfari á hverjum hann á von til aðstoðar. Þetta eru skemmtilegar æfingar og gaman að fylgjast með börnunum.
Bloggar | Breytt 17.11.2010 kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.11.2010 | 00:25
Silfurleikar ÍR
Góðan dag.
Silfurleikar ÍR í frjálsum verða á laugardaginn kemur. Þeir sem hafa ætlað sér að keppa þar verða að koma á æfingu á þriðjudagskvöldið og skrá sig þar í síðasta lagi. Þar verður að fara vel yfir málin, hvort einhverjir ætla að fara og þá hvað margir og hvernig við förum að því.
Sjáumst þá, Halli Gísli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2010 | 09:10
HSK Mót í borðtennis
HSK mótið í borðtennis var haldið á Hvolsvelli þann 7. nóvember á Hvolsvelli. 10 Garpar kepptu að þessu sinni, fámennara en oft áður.
Það kom ekki að sök því þrír HSK meistarar voru krýndir. Í flokk 11 ára og yngri sigraði Ólafur Bjarni Jóhannsson Garpsfélaga sinn Óttar Haraldsson í úrslitum og hrepptu þeir fyrsta og annað sætið.
Í flokki 12-13 ára endurheimti Ómar Högni Guðmarsson gullið eftir harða lotu gegn sitjandi HSK meistaranum Elvar Kristni Benediktssyni sem lenti í öðru sæti. Í þriðja sæti kom svo Daníel Freyr Steinarsson.
Í flokk 16-18 ára sigraði Einar Þorri Sverrisson og Guðni Sighvatsson var í þriðja sæti í flokki 19-39 ára.
Vonandi fást stelpurnar með á næsta ári því 7 af 10 keppendnum lentu í verðlaunasæti að þessu sinni og ljóst að borðtennishefðin er sterk hjá Garp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2010 | 12:44
Samæfing á Laugarvatni um 5.-6. nóvember
Það verður samæfing hjá HSK liðinu í frjálsum á Laugarvatni um helgina. Æft verður tvisvar, fyrri æfingin er frá 16.30 til 18.30 á föstudaginn og seinni æfingin frá 11.00 til 13.00 á laugardaginn. Það er hins vegar ljóst að ég, Halli Gísli, kemst ekki með svo það eru foreldrar sem verða að bjarga málum með akstur. Vonandi getur það gengið upp. Þrír úr okkar hópi eru ákveðnir að mæta, þau Sigþór, Margrét Rún og Sigrún Birna. Á æfingu í gær var mér sagt að Kolbrún, mamma hans Sigþórs mundi geta keyrt þau en það er óstaðfest ennþá.
Eins og ég sagði í gær þurfa þeir sem ætla að láta mig vita í síðasta lagi í kvöld, miðvikudagskvöld. Gjald fyrir þetta er 1000 krónur á mann og inni í þeirri upphæð eru æfingarnar, gisting um nóttina og pítsuveisla á föstudagskvöldinu. Það sem þarf að hafa með sér er að sjálfsögðu íþróttaföt, koddi og sæng (eða svefnpoki) og nesti fyrir morgunmat á laugardeginum og kannski eftir æfingu á laugardaginn líka. Athugið, það verður hægt að fara í sund eftir æfinguna á föstudagskvöldið en það er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.
Vonandi komast sem flestir og hafa gaman af. Munið bara að hafa samband í kvöld í síðasta lagi. Þið getið hringt í mig í síma 8969539.
Halli Gísli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)