Framhalds-Ađalfundur!

Kćru félagar!

Fimmtudaginn 7. mars sl. var haldinn Ađalfundur Íţróttafélagsins Garps. Vegna afar drćmrar mćtingar var stjórnarkosningum frestađ og munu ţćr fara fram á Framhalds-Ađalfundi ţann 19. mars nk.

Fundurinn fer fram á Laugalandi ţriđjudaginn 19. mars kl. 19.00. Á sama tíma fer fram frjálsíţróttaćfing á vegum félagsins á sama stađ og ćttu ţví margir ađ geta nýtt ferđina á fundinn.

Garpur sinnir mikilvćgu starfi í sveitarfélaginu og heldur úti fjölbreyttu íţróttastarfi, iđkendum sínum ađ kostnađarlausu.Til ađ halda úti slíkri starfsemi er nauđsynlegt ađ félagiđ státi af öflugri stjórn. Nú óska margir stjórnarliđa ţess ađ láta af störfum og ţörf er á nýjum starfsgörpum.

Viđ hvetjum alla foreldra, iđkendur og ađra velunnara til ađ láta sjá sig og hjálpa okkur ađ halda Garpi gangandi!

Stjórn Garps.

« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband