8.3.2013 | 18:20
Framhalds-Aðalfundur!
Kæru félagar!
Fimmtudaginn 7. mars sl. var haldinn Aðalfundur Íþróttafélagsins Garps. Vegna afar dræmrar mætingar var stjórnarkosningum frestað og munu þær fara fram á Framhalds-Aðalfundi þann 19. mars nk.
Fundurinn fer fram á Laugalandi þriðjudaginn 19. mars kl. 19.00. Á sama tíma fer fram frjálsíþróttaæfing á vegum félagsins á sama stað og ættu því margir að geta nýtt ferðina á fundinn.
Garpur sinnir mikilvægu starfi í sveitarfélaginu og heldur úti fjölbreyttu íþróttastarfi, iðkendum sínum að kostnaðarlausu.Til að halda úti slíkri starfsemi er nauðsynlegt að félagið státi af öflugri stjórn. Nú óska margir stjórnarliða þess að láta af störfum og þörf er á nýjum starfsgörpum.
Við hvetjum alla foreldra, iðkendur og aðra velunnara til að láta sjá sig og hjálpa okkur að halda Garpi gangandi!
Stjórn Garps.
Fimmtudaginn 7. mars sl. var haldinn Aðalfundur Íþróttafélagsins Garps. Vegna afar dræmrar mætingar var stjórnarkosningum frestað og munu þær fara fram á Framhalds-Aðalfundi þann 19. mars nk.
Fundurinn fer fram á Laugalandi þriðjudaginn 19. mars kl. 19.00. Á sama tíma fer fram frjálsíþróttaæfing á vegum félagsins á sama stað og ættu því margir að geta nýtt ferðina á fundinn.
Garpur sinnir mikilvægu starfi í sveitarfélaginu og heldur úti fjölbreyttu íþróttastarfi, iðkendum sínum að kostnaðarlausu.Til að halda úti slíkri starfsemi er nauðsynlegt að félagið státi af öflugri stjórn. Nú óska margir stjórnarliða þess að láta af störfum og þörf er á nýjum starfsgörpum.
Við hvetjum alla foreldra, iðkendur og aðra velunnara til að láta sjá sig og hjálpa okkur að halda Garpi gangandi!
Stjórn Garps.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.