10.11.2010 | 09:10
HSK Mót í borðtennis
HSK mótið í borðtennis var haldið á Hvolsvelli þann 7. nóvember á Hvolsvelli. 10 Garpar kepptu að þessu sinni, fámennara en oft áður.
Það kom ekki að sök því þrír HSK meistarar voru krýndir. Í flokk 11 ára og yngri sigraði Ólafur Bjarni Jóhannsson Garpsfélaga sinn Óttar Haraldsson í úrslitum og hrepptu þeir fyrsta og annað sætið.
Í flokki 12-13 ára endurheimti Ómar Högni Guðmarsson gullið eftir harða lotu gegn sitjandi HSK meistaranum Elvar Kristni Benediktssyni sem lenti í öðru sæti. Í þriðja sæti kom svo Daníel Freyr Steinarsson.
Í flokk 16-18 ára sigraði Einar Þorri Sverrisson og Guðni Sighvatsson var í þriðja sæti í flokki 19-39 ára.
Vonandi fást stelpurnar með á næsta ári því 7 af 10 keppendnum lentu í verðlaunasæti að þessu sinni og ljóst að borðtennishefðin er sterk hjá Garp.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.