Mótum lokið í bili

Já, HSK mót fullorðinna var í vikunni og þar voru efnilegir Garpar að sýna sig og veita þeim eldri og æfðari býsna mikla keppni. Garpssveitin náði t.d. í silfur í 4x100 m. boðhlaupi karla og Einar Þorri náði í brons í 800 metra hlaupi.

Svo var HSK mót 12-14 ára og Héraðsleikar 11 ára og yngri á laugardaginn. Þar áttum við 15 keppendur og hóp foreldra sem studdi við bakið á þeim sem er frábært! Krakkarnir stóðu sig hvert öðru betur, verðlaunapeningar hrúguðust upp, sumir voru að bæta sig verulega og sumir voru að koma sér og öðrum á óvart. Engin ástæða til að nefna einhver dæmi, það voru allir að standa fyrir sínu og gleðin og baráttan skein úr hverju andliti. Litla, skemmtilega félagið stóð heldur betur undir nafni :)

Verið nú dugleg að skrifa athugasemdir hér inná og reynum líka að fá myndir af mótunum ef þær eru til! Sjáumst á Brúarlundi á þriðjudagskvöldið.

Halli Gísli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra þetta :) til hamingju öllsömul !

Jóhanna (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 17:27

2 identicon

Jóhanna mín kemur ekki á æfingu í kvöld.....en hún er enn í sigurvímu !!!

kv

Gunna

Gunna (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband