25.6.2010 | 14:34
Sjáumst á morgun :)
Langar að vekja athygli ykkar á nokkrum hlutum fyrir morgundaginn.
Það er búið að breyta áætlun varðandi lengd mótsins, fyrst var talað um að það stæði til kl. sex en nú er vonast til að það gæti verið búið milli þrjú og fjögur. Gæti breytt einhverjum plönum.
Svo er ætlunin að keppendur gangi saman inná völlinn frá íþróttahúsinu kl. 9.45. Væri gaman ef allir yrðu mættir þá til að vera flottir í Garpsgöllunum sínum! Það er samt ekki nauðsynlegt en það er hvort sem er gott að mæta tímanlega og geta hitað vel upp.
Svo enn og aftur, endilega að fá sem flesta foreldra til að mæta og fylgjast með sínum krökkum. Garpur á að taka einhvern þátt í að starfa á mótinu svo ef einhver nennir í það þá væri það frábært. En svo er þetta líka bara svo skemmtilegt að enginn ætti að missa af því! Það eru heilir 15 keppendur skráðir og við verðum heldur betur áberandi :)
G fyrir Garpur- G fyrir góða skapið!!
Sjáumst, Halli Gísli
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.