3.6.2010 | 11:26
Garps blakarar
Garpur er íþróttafélag fyrir alla og því nauðsynlegt að halda til haga að margir eru að stunda íþróttir fyrir félagið.
Á miðvikudögum eru Garpar að blaka í sveitablakinu svokallaða og nú hefur Kristín Hreinsdóttir í samstarfi við Kolbrúnu Sigþórsdóttur sett á stofn heimasíðu til að halda utan um starfið. Þær fóru um daginn á íslandsmóti í blaki kvenna og stóðu sig vel og hver veit nema hægt verði að draga karlana á mót, ég skal vera fyrstur í lið!
Endilega athugið.. sveitablak.weebly.com
Guðni
Athugasemdir
Frábært þetta :) áfram Blakið ! Guðni skelltu þér ;)
Jóhanna (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 14:37
svo er kominn tengill á blakið á heimasíðuna hérna til vinstri :-)
Gunna (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.