Samæfing á Laugarvatni um 5.-6. nóvember

Það verður samæfing hjá HSK liðinu í frjálsum á Laugarvatni um helgina. Æft verður tvisvar, fyrri æfingin er frá 16.30 til 18.30 á föstudaginn og seinni æfingin frá 11.00 til 13.00 á laugardaginn. Það er hins vegar ljóst að ég, Halli Gísli, kemst ekki með svo það eru foreldrar sem verða að bjarga málum með akstur. Vonandi getur það gengið upp. Þrír úr okkar hópi eru ákveðnir að mæta, þau Sigþór, Margrét Rún og Sigrún Birna. Á æfingu í gær var mér sagt að Kolbrún, mamma hans Sigþórs mundi geta keyrt þau en það er óstaðfest ennþá.

Eins og ég sagði í gær þurfa þeir sem ætla að láta mig vita í síðasta lagi í kvöld, miðvikudagskvöld. Gjald fyrir þetta er 1000 krónur á mann og inni í þeirri upphæð eru æfingarnar, gisting um nóttina og pítsuveisla á föstudagskvöldinu. Það sem þarf að hafa með sér er að sjálfsögðu íþróttaföt, koddi og sæng (eða svefnpoki) og nesti fyrir morgunmat á laugardeginum og kannski eftir æfingu á laugardaginn líka. Athugið, það verður hægt að fara í sund eftir æfinguna á föstudagskvöldið en það er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.

Vonandi komast sem flestir og hafa gaman af. Munið bara að hafa samband í kvöld í síðasta lagi. Þið getið hringt í mig í síma 8969539.

Halli Gísli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband