Foreldrar athugið!

Kæru foreldrar - aðstoð óskast!

Það hefur fjölgað mikið í frjálsum íþróttum á þriðjudagskvöldum hjá okkur og hafa verið um 20-24 krakkar á æfingunum. Ljóst er að erfitt getur verið fyrir einn þjálfara að sinna svo mörgum og því auglýsum við eftir foreldrum sem gætu komið á æfingar og aðstoðað þjálfarann. Hjálp felst í því að halda hópnum skipulögðum, rétta við hástökksránna og öðru sem alllir geta gert. Æfingarnar eru á þriðjudögum frá 19.30 - 22.00. Meldið ykkur hér á síðunni í athugasemdir og tilgreinið hvaða þriðjudag hentar ykkur að koma, þannig veit þjálfari á hverjum hann á von til aðstoðar. Þetta eru skemmtilegar æfingar og gaman að fylgjast með börnunum.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara svo það komi nú fram, þá eru æfingarnar frá 19.30 til 22.00! Fyrsti klukkutíminn fyrir yngri hópinn og svo einn og hálfur tími fyrir þau eldri. Best er að fá aðstoð við eldri hópinn því þar mæta alltaf yfir 20 krakkar.

Haraldur Gísli Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 23:57

2 identicon

Fór á æfingu í gærkvöldi og aðstoðaði og sá þá að þetta er mikið starf fyrir einn þjálfara, það vantar sárlega aðstoðarmann. Þetta var mjög skemmtilegt :-) Skora á foreldra að koma og fylgjast með og aðstoða.

kv

Guðrún

Íþróttafélagið Garpur, 17.11.2010 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband